námskeið

ACI leggur mikla áherslu á að félagsmenn komi fram af fagmennsku og hæfni og búi yfir góðri þekkingu á sínu sviði.  Til að tryggja samræmi milli mismunandi landa hefur ACI þróað alþjóðlega viðurkennd próf og í sumum löndum eru gerðar kröfur um að viðkomandi hafi lokið þessu prófi til að fá að starfa á viðskiptagólfi banka.

ACI Dealing Certificate
ACI Dealing Certificate er grunn prógram sem gerir þátttakendum kleift að öðlast þekking á uppbyggingu og rekstri á helstu gjaldeyris- og vaxtamörkuðum. Þátttakendur öðlast einnig getu til að beita þeim grundvallaratriðum í stærðfræði  sem notast er við á þessum mörkuðum og helstu vörum þess, ásamt þeirrar grunn færni sem krafist er af þeim sem þátttekendum á markaði. Þátttakendur þurfa einnig að geta beitt „The Model Code“ við þeirra aðstæður.

Námskeiðið er skilgeint fyrir eftirfarandi aðila:
– Nýjir og reynsluminni starfsmenn (0-18 mánaða reynslu) á viðskiptagólfi.
– Áhættustýring og miðvinnsla
– Innri endurskoðun og regluvarsla

 Kennsluáætlun ACI Dealing Certificate – (enska)
 Dæmi um spurningar – (enska)

ACI Operations Certificate
Engin viðskipti eru framkvæmd án bakvinnslu. Hún veitir mikilvæga þjónustu fyrir framlínu með því að tryggja að allir fjármunir flæði með réttum og tímanlegum hætti og að öll nauðsynlega skjölun sé kláruð á fullnægjandi hátt. Þetta prógram hefur verið hannað til að veita staðlað viðmið í að auka hæfni á öllum sviðum úrvinnslu viðskipta.

Nýja Operations Certificate prógramið styður við starfsemi þeirra sem vinna úr málefnum fjárstýringa og tengdum hópum til að geta unnið með skilvirkum hætti að aukinni samkeppni á fjármálamörkuðum og til að liðka fyrir samskiptum við eftirlitsaðila. Þátttakendur munu vera upplýstir um nýjustu þróun tengda starfsemi fjárstýringa. Aðstoðar þetta einnig þátttakendur til að öðlast aukna heildarsýn á úrvinnslu mála fjárstýringa sem stuðlar að aukinni þekkingu milli aðila á markaðnum og bakvinnslu.

Námskeiðið er skilgeint fyrir eftirfarandi aðila:
– Starfsmenn bakvinnslu með minnst 2 ára starfsreynslu og forstöðumenn
– Öðrum einingum sem styðja við framlínu (viðskiptagólf)
– Innri og ytri endurskoðun
– Regluvarsla og áhættustýring
– Vörustjórar og söluaðilar

Kennsluáætlun ACI Operations Certificate – (enska)
Dæmi um spurningar

ACI Diploma Certificate
ACI Diploma byggir á ACI Dealing Certificate og ACI Operations Certificate og er hannað til að trygga að þátttakendur öðlist sterka fræðilega og praktíska þekkingu á gjaldeyris- og vaxtamörkuðum, vörum þeim tengdum og tengingu sem er í gildi milli þessarra markaða ásamt áhættustýringar. Vænst er af þátttakendum að þeir öðlist gegnheilan skilning á kjarnastarfseminni og búi yfir hæfni í fjármálatengdri stærfræði áður en þeir öðlast Diploma prófskírteini.

Námskeiðið er skilgeint fyrir eftirfarandi aðila:
– Reynslumeiri starfsmenn gjaldeyris- og vaxtamarkaða
– Yfirmenn á fjármála- og fyrirtækjasviði
– Forstöðumenn bakvinnslu

Réttur til próftöku í ACI Diploma öðlast þátttakendur annaðhvort með að standast ACI Dealing Certificate eða Operations Certificate próf.

 Nánar um kennsluáætlun ACI

Kynningarmyndband ACI