Félagsmenn ACI á Íslandi komu saman á KEX Hostel 28. september síðastliðinn þar sem farið var yfir starfssemi félagsins síðustu misseri, ársreikningur samþykkur og ný stjórn var kosin. Nýrri stjórn var falið að skipta með sér verkum.
Stjórnarskipan:
Formaður: Kjartan Hauksson, Seðlabanki Íslands
Ritari: Ragnar Björn Ragnarsson, Arion Banki
Gjaldkeri: Ingólfur Áskelsson, Landsbankinn
Menntamál: Andri Úlfarsson, Íslandsbanki
Meðstjórnandi: Halldór Karl Högnason, MP banki
Meðstjórnandi: Ólafur Frímann Gunnarsson, Íslandsbanki
Fulltrúar frá Bloomberg upplýsingaveitunni voru með kynningu á vöru- og þjónustuframboði sínu.
Haldin var fyrirlestur af sérfræðingi um áhugaverð málefni sem félagsmenn geta hugsanlega nýtt sér í framtíðinni.
Stefnt er að því að bjóða upp á ítarlegri kynningu um starfssemi ACI í febrúar 2013.