Aðalfundur ACI á Íslandi var haldinn í Hörpu þann 8 september. Alls mættu á milli 50-60 manns frá öllum bönkum sem eiga aðild að félaginu auk þess sem fulltrúum fjárstýringa stærri fyrirtækja og lífeyrissjóða var boðið.
Kjartan Hauksson, formaður stjórnar, stýrði fundinum. Hann fór yfir skýrslu stjórnar og ársreikning sem var samþykktur einróma.
Sérstakir gestir voru Brigid Taylor, framkvæmdarstjóri heimssamtaka ACI og David Woolcock.
Stjórnin var endurkjörin og mun áfram skipa eftirtalda aðila:
Formaður: Kjartan Hauksson, Arion Banki
Ritari: Jakob Hansen, Seðlabanki Íslands
Gjaldkeri: Tryggvi Harðarson, Kvika banki
Menntamál: Arnar Sigurðsson, Íslandsbanki
Viðburðarstjóri: Kristinn Björn Sigfússon, Landsbankinn
Meðstjórnandi: Ólafur Frímann Gunnarsson, Landsbankinn
Að loknum fundi var boðið upp á fordrykk og kvöldverð í Björtuloftum.